SKÁLDSAGA Á ensku

Great Expectations

Great Expectations var þettánda skáldsaga Dickens. Var hún jafnframt önnur skáldsaga hans eftir David Copperfield sem hann skrifar alfarið í fyrstu persónu. Sagan kom fyrst út sem framhaldssaga í tímaritinu All the Year Round frá desember 1860 – ágúst 1861. Í október það ár kom svo út á bók í þremur bindum. Varð sagan strax gríðarlega vinsæl og hefur verið það alla tíð síðan.

Sögusviðið er Kent og London á fyrri hluta 19. aldar. Aðalpersónan er munaðarleysinginn Pip sem elst upp hjá eldri systur sinni og manninum hennar og býr þar ekki við gott atlæti. Örlögin hátta því þannig að ókunnur aðili býðst óvænt til að styrkja hann til mennta og koma undir honum fótunum í lífinu. Í kjölfarið spinnur Dickens ótrúlegan en um leið afar spennandi og áhrifaríkan söguþráð sem í meðhöndlun hans gengur upp og er hreint frábær lesning. Sagan þykir listavel skrifuð og hefur að geyma margar af minnistæðustu lýsingum Dickens, ekki síst lýsingin í upphafi sögunnar þegar sögupersónan Pip hittir sakamanninn Abel Magwitch, en sú sena er hreint út sagt stórbrotin.


HÖFUNDUR:
Charles Dickens
ÚTGEFIÐ:
2016
BLAÐSÍÐUR:
bls. 674

AÐrar bÆkur
SEM ER VERT AÐ SKOÐA :